Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Hafðu samband

105 Reykjavík

Katrín­artún 2 - skrif­stofu­rými

Heimar bjóða til leigu eitt glæsilegasta skrifstofurými á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða 3. hæð í Katrínartúni 2, nánar tiltekið Höfðatorgi. Gæðin í rýminu eru einstök og má þar horfa til lofthæðar, ljósmagns, útsýnis, hljóðvistar, aðgangsstýringar, loftgæða o.s.frv. Möguleiki er að fá rými á jarðhæð samhliða. 

Helstu kostir: Ein vandaðasta og fjölmennasta skrifstofubygging landsins. Frábær staðsetning í einu helsta viðskiptahverfi Reykjavíkur. Stórbrotið útsýni, óhindrað til sjávar og fjalla.

Stærð: 1.882 m2

Skipulag: Rýmið er samblanda af opnu vinnurými, lokuðum skrifstofum og fundarherbergjum. Góð kaffi- og eldhúsaðstaða er einnig til staðar. 

Aðstaða: Ein vandaðasta skrifstofubygging landsins sem býður upp á mikinn sýnileika og einstakt útsýni. Veitingaþjónusta á jarðhæð þar sem boðið er upp á ferskt og fjölbreytt hádegishlaðborð alla virka daga.

Aðgengi: Gott aðgengi, innangengt er niður í bílakjallara með 1.300 bílastæðum, hleðslustöðvum, hjólageymslum og þvottastöð.Möguleiki er að takmarka aðgengi að rýminu með aðgangsstýringu í lyftu, fer allt eftir óskum og þörfum leigutaka. 

Umhverfi: Frábær staðsetning í einu helsta viðskiptahverfi Reykjavíkur þar sem fjöldi fólks starfar innan kjarna og í göngufjarlægð. Góðar samgöngur liggja að húsinu og öll þjónusta og veitingastaðir í næsta nágrenni

Áhugasömum er bent á að hafa samband á leiga@heimar.is fyrir nánari upplýsingar.