Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Mannauðs­stefna

Mannauðsstefna Heima

Markmið mannauðsstefnu Heima er að styðja við hlutverk og gildi félagsins með jafnrétti og vellíðan starfsfólks að leiðarljósi.

Við höfum metnað og frumkvæði, erum lausnamiðuð, skapandi og brautryðjandi. Við leggjum áherslu á að læra bæði af sigrum og ósigrum og hvetjum hvert annað til árangurs í okkar störfum. Þannig verðum við leiðandi á okkar sviði.

FJÖLBREYTILEIKI, JAFNRÉTTI OG STARFSÞRÓUN

Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á að öll hafi jöfn tækifæri í samræmi við jafnlauna- og jafnréttisstefnu félagsins. 

Við leggjum áherslu á að starfsfólk hafi færi á að viðhalda hæfni og eflast í starfi.

STJÓRNUN OG SAMVINNA

Lögð er áhersla á góða stjórnarhætti og virkt upplýsingaflæði sem stuðlar að gagnsæi og traustum samskiptum.

Við veitum hvert öðru uppbyggilega endurgjöf, sýnum gott viðmót og jákvæðni í samræmi við siðareglur félagsins.

Stjórnendur stuðla að góðu samstarfi og veita starfsfólki stuðning til að ná árangri.

STARFSUMHVERFI, HEILSUEFLING OG SJÁLFBÆRNI

Hjá Heimum er sveigjanlegt vinnuumhverfi í samræmi við eðli starfsins

Við leggjum áherslu á heilsu og vellíðan starfsfólks og umhverfismál í samræmi við sjálfbærnistefnu Heima. 

Forstjóri, eða eftir atvikum framkvæmdastjórn, ber ábyrgð á að mannauðsstefnu þessari sé framfylgt. Stefnuna og markmið hennar skal endurskoða eins oft og þurfa þykir.


12. desember 2023