Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Sjálf­bærni og rekst­ur

Sérhæft rekstrarsvið Regins sér um daglegan rekstur í þriðjungi eignasafnsins ásamt því að sjá um almennt viðhald á öllum fasteignum. Sviðið sér einnig um stjórn og skipulag sjálfbærnimála.

Rekstur og skipulag fasteigna hefur umtalsverð áhrif á umhverfi, starfsemi viðskiptavina og lífsgæði fólks en tugir þúsunda einstaklinga dvelja daglega í fasteignum Regins við leik og störf

Vinna tengd sjálfbærni og nýsköpun skipar stóran sess hjá sviðinu, svo sem umhverfisvottanir fasteigna og önnur verkefni eins og endurnýting byggingarefna og leiðir til að draga úr kolefnisfótspori félagsins og viðskiptavina þess.

Fjölbreytt störf eru unnin á fjölmörgum stöðum á hverjum degi af starfsfólki Heima og skapar félagið sér sérstöðu meðal íslenskra fasteignafélaga með þessum fjölbreytta rekstri og daglegri aðkomu að honum.

Til viðbótar við eigið starfsfólk hefur félagið gert samninga við fjölda þjónustuverktaka um allt land sem hjálpa til við að halda eignasafninu í góðu ástandi.