Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Sjálfbærnistefna

Hafðu samband

Borg­ar­kjarn­ar

Við fjárfestum til langs tíma í fasteignum með sérstaka áherslu á eftirsótt kjarnasvæði þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi við að skapa sjálfbæra borgarkjarna framtíðarinnar. 

Lifa, leika, starfa - grunnur að sterku kjarnasvæði

Stefna Heima hvað varðar staðsetningu og kröfur til eigna félagsins er skýr. Undanfarin ár höfum við selt stakar eignir sem falla ekki að stefnu um fjárfestingar í kjörnum og fjárfest í eignum innan kjarna. Þróun eignasafns félagsins í þessa átt er m.a. hugsuð til að koma til móts við breytt viðhorf samfélagsins, nýja kynslóð neytenda, þéttingu byggðar, breyttar samgöngur og kröfur um sjálfbærni til virðisauka fyrir samfélagið, viðskiptavini og fjárfesta.

Félagið hefur lagt áherslu á að þétta og efla skilgreind kjarnasvæði sem eru meðal annarra: Smáralindarsvæðið, miðbær Reykjavíkur, Borgartún og miðbær Garðabæjar. Nú þegar eru 65% af fermetrum í eignasafni Heima  sem telja um 70% af virði alls eignasafnsins staðsettir í skilgreindum kjörnum.

Ávinningur íbúa og samfélagsins af sterkum kjarnasvæðum er margþættur og með því að uppfæra fjölbreyttar sjálfbærar fasteignir innan kjarnasvæða styrkist samfélagið í kring, tækifæri til að lifa, leika og starfa á sama svæði aukast og þannig eykst virði fyrir íbúa, viðskiptavini og samfélagið í heild. 

Mikil gróska hefur verið var í rekstri og uppbyggingu helstu kjarna Heima – sama hvort litið er til fullrar útleigu Höfðatorgs, áframhaldandi þróunar Hafnartorgs, uppbyggingu heilsugæslustöðvar á Akureyri eða þeirra straumhvarfa sem eru framundan í Smáralind en nýtt 3.000 fermetra hágæða skrifstofurými verður tekið í gagnið þar á árinu 2024. Þá mun eitt allra glæsilegasta veitingasvæði landsins opna í austurenda Smáralindar árið 2025.