36% af eignasafni Heima er BREEAM In-use vottað
Umhverfisvottanir fasteigna spila stórt hlutverk í að minnka þau neikvæðu umhverfisáhrif sem fasteignir félagsins hafa. Í upphafi árs 2019 var tekin ákvörðun um að hefja BREEAM In-use umhverfisvottun á eignum í eignasafni og er stefnt að því að 50% af eignasafni verði vottað 2026.
Með umhverfisvottun fasteigna er m.a. hægt að greina þær áhættur sem hver bygging skapar fyrir umhverfið. Að auki eru þær eru staðfesting þriðja aðila á því að rekstraraðili fylgi bestu stöðlum og kröfum í rekstri fasteigna. Vottunin auðveldar upplýsingagjöf til leigutaka um rekstrarþætti eins og orkunotkun og sorpflokkun sem æ meiri eftirspurn er eftir.
Við höfum unnið ötullega að BREEAM In-Use umhverfisvottun bygginga okkar undanfarin ár. Smáralind var fyrsta bygging félagsins til að hljóta vottun árið 2019 og jafnframt fyrsta byggingin á Íslandi til að hljóta vottunina. Síðan hafa Höfðatorgsturninn í Katrínartúni 2 , Borgartún 8-16 og nú síðast Egilshöll bæst í hópinn.
Samkvæmt vottunarkröfum fer endurvottun fram á þriggja ára fresti og hefur Smáralind þegar hlotið sína endurvottun. Þá er endurvottunarferli Höfðatorgsturnsins hafið.
36% af eignasafni Regins hefur því hlotið BREEAM In-Use umhverfisvottun, Áslandsskóli er í vottunarferli og stefnt er að vottun enn fleiri eigna.