Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Hafðu samband

Heimar birtu uppgjör annars ársfjórðungs fimmtudaginn 21. ágúst 2025.

Nánar hér

Græn fjármögnun

Heimar hafa einsett sér að vera leiðandi í mótun og rekstri fasteigna auk þess að stuðla að velferð samfélags, bættum lífsgæðum og umhverfi íbúa. Rekstur og skipulag fasteigna hefur umtalsverð áhrif á umhverfi og lífsgæði íbúa en tugir þúsunda manna dvelja daglega í fasteignum félagsins, ýmist við leik eða störf. Með markvissum aðgerðum í rekstri fasteigna, fjárfestingum, skipulagi, nýbyggingum og með samvinnu við leigutaka geta Heimar átt ríkan þátt í að móta umhverfi fólks þannig að daglegt líf verði betra, ánægjulegra og öruggara.

Með stöðugar úrbætur að leiðarljósi hefur félagið sett sér skýr, mælanleg, markmið um sjálfbærni. Árangur á því sviði er mældur með markvissum hætti og starfsmenn, viðskiptavinir og fjárfestar upplýstir um markmiðin og þann árangur sem næst. Í fjárfestingum og rekstri fasteigna er horft til langs tíma. Það er trú félagsins að áhersla á sjálfbærni dragi úr áhættu í rekstri félagsins og styrki fjárhagslega arðsemi til lengri tíma litið.

Heimar birtu fyrst íslenskra fasteignafélaga umgjörð um græna fjármögnun í mars 2020 en umgjörðin var uppfærð í mars 2023 þar sem markmið varðandi m.a. losun gróðurhústegunda var uppfærð í takt við góðan árangur árin á undan. Umgjörðin fékk óháð álit CICERO, miðstöðvar alþjóðlegra loftslags- og umhverfisrannsókna fyrst í mars 2020 og svo aftur í mars 2023.

Græna umgjörðin byggir á svokölluðum „Green Bond Principles“ viðmiðum útgefnum af ICMA, Alþjóðasamtökum aðila á verðbréfamarkaði