Hobby og Sport
15.8.2024

Smárinn í Kópavogi er miðja höfuðborgarsvæðisins og er svæðið einn af lykilkjörnum félagsins. Í Smáranum hafa Heimar þróað fjölbreytta blöndu húsnæðis fyrir verslanir, veitingastaði, afþreyingu og skrifstofuhúsnæði. Silfursmári er nýjasta viðbótin við Smárasvæðið en þar bjóða Heimar til leigu nútímaleg og einstaklega vel staðsett verslunar- og þjónusturými rétt við Smáralind.
Hobby & Sport byrjaði sem vefverslun undir nafninu Krakkasport seinni hluta árs 2020. Vorið 2021 var opnuð lítil verslun á Akureyri með þá hugmynd að geta boðið viðskiptavinum að koma, skoða og versla. Hobby & Sport hafa nú opnað nýja og glæsilega verslun í Silfursmára 2 sem sérhæfir sig í vörum fyrir fólk á öllum aldri og bjóða upp á gæða vörur á samkeppnishæfu verði.