Ef upp koma tilfelli þar sem tafarlausra viðbragða er þörf, t.d. leki eða annað sem getur valdið tjóni má hafa samband í þjónustusíma Heima sem er opinn allan sólarhringinn í 512 8900 eða senda tölvupóst á thjonusta@heimar.is.
Já. Á þjónustuvef Heima eru ýmsar upplýsingar og aðgerðir sem spara viðskiptavinum okkar sporin. Þar er hægt að sækja rafræna reikninga, hreyfingayfirlit, handbækur og nálgast tengiliðaupplýsingar svo fátt eitt sé nefnt.
Sjá leiðbeiningar hér.
Admin fyrir þitt fyrirtæki þarf að yfirfara notendaupplýsingar þínar undir notendastýringu. Admin er prókúruhafi þíns fyrirtækis.
Hvert á að senda reikninga? Hafið samband við þann sem pantaði vöru/þjónustu eða sendið tölvupóst á bokhald@heimar.is
Ef þörf er á útskýringum vegna reiknings má hafa samband við bokhald@heimar.is
Varði málið innheimtu má hafa samband við innheimta@heimar.is
Afrit eða hreyfingayfirlit má nálgast á þjónustuvef.
Hreyfingaryfirlit má nálgast á þjónustuvef Heima.
Veltutölum má skila á þjónustuvef eða með því að senda tölvupóst á velta@heimar.is eða velta@smaralind.is
Óski leigutakar eftir að gera breytingar á leigurými sínu má hafa samband við leiga@heimar.is.
Allar breytingar á leigðu húsnæði eru háðar samþykki leigusala og skal beiðni um slíkt sendast á leiga@heimar.is.
Allar spurningar vegna viðhalds má senda á thjonusta@heimar.is.
Allar merkingar í og við hið leigða húsnæði eru háðar samþykki leigusala og skal beiðni um slíkt sendast á leiga@heimar.is.
Við lok leigutíma skal hinu leigða húsnæði skilað í góðu ástandi, tómu og vel þrifnu og í samræmi við ákvæði leigusamnings.
Í langflestum tilvikum er viðhald innanhúss á ábyrgð leigutaka og viðhald utanhúss hjá leigusala.
Ef leigutaki er með spurningar um viðhald á leiguhúsnæði skal hafa samband í gegnum netfangið thjonusta@heimar.is.
Leigusali vátryggir eignir sínar eingöngu með lögboðnum tryggingum. Allar aðrar vátryggingar er leigutaka skylt að kaupa og viðhalda, s.s. tryggingu á föstum og lausum innréttingum, áhöldum, tækjum, vörubirgðum og öðru lausafé sem eru í eigu og eða vörslu leigutaka.
Almennar spurningar
Upplýsingar um leigurými, ábendingar, hrós eða kvörtun? Við viljum heyra frá þér og verðum í bandi við þig við fyrsta tækifæri.
