Sjálfbærni

Stefnur

Grænir leigusamningar

Bæklingar og skýrslur

Umhverfisvottanir fasteigna

Hafðu samband

201 Kópavogur

Veit­inga­svæði í Smáralind

Heimar undirbúa opnun nýs veitingasvæðis í Smáralind haustið 2025

Unnið er að umfangsmiklum framkvæmdum í austurhluta Smáralindar þar sem nýtt og glæsilegt veitingasvæði mun rísa. Áætlað er að 13 veitingastaðir opni á svæðinu fyrir árslok 2025. Þar verður boðið upp á fjölbreytt úrval veitingastaða, allt frá skyndibitum til fínni matsölustaða sem verða einnig opin á kvöldin.

Við hönnun veitingasvæðisins hefur verið lögð sérstök áhersla á að skapa hlýlegt og fágað umhverfi. Með þessari nýjung mun veitingaframboð Smáralindar stækka enn frekar, með fjölbreyttari valkosti sem höfða til ólíkra hópa. 

Þessar breytingar eru hluti af stefnu Heima sem miðar að því að þróa Smáralind sem kjarna þar sem fólk nýtur afþreyingar, hittist og ver góðum stundum yfir góðum mat. Kannanir meðal íbúa og starfsfólks í nágrenni Smáralindar hafa sýnt fram á mikla eftirspurn eftir slíku svæði. Smáralind hefur breyst talsvert á þeim rúmlega tveimur áratugum sem verslunarmiðstöðin hefur starfað og á síðustu fimm árum hafa tugþúsundir fermetra af atvinnu- og íbúðarhúsnæði risið í næsta nágrenni.

Hönnun veitingasæðinsins er í höndum Basalts arkitekta, sem einnig hönnuðu veitingasvæðið Hafnartorg Gallery í miðbæ Reykjavíkur. Heimar telja að breytingarnar muni ekki aðeins styrkja Smáralind sem áfangastað heldur einnig höfða til nýrra viðskiptahópa og dýpka tengls við nærsamfélagið. Auk þess falla þær vel að framtíðarsýn Heima um að skapa líflegt kjarna þar sem fólk býr, starfar og sækir fjölbreytta þjónustu.