Heimar hagnast um 1,1 milljarð á fyrstu sex mánuðum ársins

Síðastliðinn fimmtudag 21. ágúst kynnti Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Heima, uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2025.
Helstu atriði sex mánaða uppgjörs:
- Rekstrartekjur voru 7,6 ma.kr. á fyrstu sex mánuðum ársins og leigutekjur hækka um
4,9% frá fyrra ári sem er rúmlega 0,5% meiri aukning en hækkun verðlags á sama tíma. - Raunvöxtur leigutekna á sambærilegu eignasafni milli ára er 0,3%.
- EBITDA nam 5,1 ma.kr. og hækkar um 4,5% m.v. sama tímabil árið 2024.
- Hagnaður var 1,1 ma.kr. en nam 4,3 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Fjárfestingaeignir voru
bókfærðar á 218,6 ma.kr. - Matsbreyting fjárfestingaeigna nam um 1,4 ma.kr. á fyrstu sex mánuðum ársins.
- Handbært fé frá rekstri nam 2,3 ma.kr. og var handbært fé 3,4 ma.kr. í lok tímabils.
- Vaxtaberandi skuldir voru 131,2 ma.kr. í lok tímabils.
- Skuldahlutfall var 61,6% og eiginfjárhlutfall 32,2% í lok tímabils.
- Hagnaður á hlut fyrir tímabilið nam 0,62 kr. en var 2,36 kr. á sama tíma í fyrra.
Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima:
„Rekstur gengur vel og í kjölfar tveggja stórra viðskipta á fyrri hluta árs hefur afkomuspá félagsins
verið uppfærð. Leigutekjur eru nú áætlaðar 15.200-15.500 m.kr. og EBITDA 10.800-11.100 m.kr.
á árinu 2025.
Við finnum fyrir sterkri eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði. Tekjuvöxtur leigutekna er 4,9% miðað við
sama tímabil í fyrra. Breyting á eignasafni hefur jákvæð áhrif á tekjuvöxt milli ára, en raunvöxtur
á sambærilegu eignasafni milli ára er 0,3%.
Tvö stór viðskipti voru kláruð á öðrum ársfjórðungi 2025 og bættust tvær glæsilegar eignir, Gróska og Exeter hótel, við eignasafn félagsins. Eignirnar falla einkar vel að stefnu félagsins enda báðar staðsettar innan skilgreindra kjarnasvæða og meðal leigutaka eru bæði skráð félög og opinberiraðilar. Tekjuaukning vegna þessara eigna er áætluð um 1.600 m.kr. á ársgrundvelli frá árinu 2026. Útleiguhlutfall er 97% sem er sambærilegt og verið hefur. Um 43% af tekjum félagsins koma frá opinberum aðilum annars vegar og skráðum fyrirtækjum hins vegar. Vanskil leigutaka eru lág og mörg útleiguverkefni í burðarliðnum.”
Upptöku af kynningarfundinum og önnur kynningargögn má finna hér.